Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Á leið á heimsmeistaramót í Fitness
Mynd: Óli Harðar
Miðvikudagur 22. ágúst 2012 kl. 09:24

Á leið á heimsmeistaramót í Fitness

Eva Lind Ómarsdóttir fitness-keppandi frá Reykjanesbæ er á leið á Heimsmeistaramót WBFF í fitness sem fram fer í Toronto í Kanada nk. laugardag.

Eva Lind Ómarsdóttir fitness-keppandi frá Reykjanesbæ er á leið á Heimsmeistaramót WBFF í fitness sem fram fer í Toronto í Kanada nk. laugardag. Í samtali við Víkurfréttir sagði Eva Lind að undirbúningur sé búinn að vera strangur síðan hún vann sigur í Laugardalshöll í nóvember síðastliðnum. „Já ég er búin að vera æfa stíft og laga það sem laga þurfti með miklum æfingum og aga. Einnig hef ég notið aðstoðar eins fremsta fitness-þjálfa heims í dag , Nathan Harewood,“ sagði Eva Lind. 

Hún vann sér inn svokallað Pro-card á mótinu í Laugardalshöllinni sem þýðir að hún er einungis að fara keppa við konur sem hafa þetta að fullri atvinnu. „Þetta er ótrúlega stórt og spennandi þarna úti og gefur manni marga og mikla möguleika ef vel gengur,  WBFF félagið er gríðarlega stórt þarna úti og það hefur einmitt verið að koma sér inn á Evrópumarkað að undanförnu, þá er allt show-ið í kringum þetta er svakalega mikið og flott.  Ég fer flýg út  í dag, miðvikudag, og verð viku í Toronto,“ sagði Eva Lind sem er að vonum spennt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta eru ekki einu járnin sem Eva Lind er með í eldinum þessa dagana því hún og maður hennar, Ari Elíasson, eru á fullu við að undirbúa opnun á Sporthúsinu upp á Ásbrú ásamt eigendum Sporthússins í Kópavogi eins og við hjá Víkurfréttum greindum frá á dögunum. „Það er nóg að gera hjá okkur í undirbúning í stöðinni og þetta verður fyrsta mótið mitt sem kallinn kemur ekki með mér á til að hvetja mig áfram, en ég er staðráðin í því að gera mitt allra besta á mótinu sagði Eva Lind að lokum.

Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni á netinu á www.wbffshows.com