A landslið karla klárt fyrir smáþjóðaleikana
Logi og Elvar í hópnum
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta hefur tilkynnt 12 manna hóp sinn sem mun taka þátt í smáþjóðaleikunum í byrjun júní. Tveir Suðurnesjamenn eru í hópnum að þessu sinni en það eru Njarðvíkingarnir Logi Gunnarsson og Elvar Friðriksson.
Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson verður með á æfingum hjá liðinu í kringum leikana eins og 3 aðrir leikmenn sem ekki hlutu náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni.
Allan hópinn má sjá hér.