90 konur í Blue Lagoon golfmóti á Húsatóftavelli
Blue Lagoon kvennamótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík við frábærar aðstæður þann 15. júní síðastliðinn. Um 90 konur mættu til leiks í þetta árlega kvennamót hjá Golfklúbbi Grindavíkur og Bláa lóninu og er óhætt að segja að stemmningin í mótinu hafi verið fín.
Húsatóftavöllur stækkaði í 18 holur á síðasta ári og hefur völlurinn notið talsverðra vinsælda í kjölfarið. Völlurinn er nokkuð stuttur en með margar skemmtilegar golfholur sem gaman er að leika. Þó að finna mætti fyrir keppnisanda hjá mörgum kvenkylfingum í Blue Lagoon mótinu á Húsatóftavelli þá var það gleðin og skemmtunin sem var í fyrirrúmi. Ljósmyndari Golfs á Íslandi smellti nokkrum myndum af keppendum.
-
-
-
-
-
-
-