HS Orka
HS Orka

Íþróttir

9 Íslandsmeistaratitlar og þrjú heimsmet
Mánudagur 11. nóvember 2019 kl. 11:39

9 Íslandsmeistaratitlar og þrjú heimsmet

Sundfólkið Íþróttabandalags Reykjanesbæjar stóð sig afar vel á Íslandsmótinu í sundi í 25 metra laug um síðustu helgi. Sundfólk ÍRB vann sex titla og til þriggja titla á Íslandsmóti fatlaðra sem haldið var samhliða. Samtals 9 Íslandsmeistaratitila og þrjú heimsmet sem Már Gunnarsson setti.

Már varð Íslandsmeistari í 50, 100 og 200m baksundi og setti heimsmet í flokki S11 (flokki blindra) í öllum þremur sundunum á ÍM fatlaðra.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Karen Mist Arngeirsdóttir var Íslandsmeistari í 50, 100 og 200m bringusundi.

Eva Margrét Falsdóttir varð Íslandsmeistari í 400m fjórsundi, hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill. Hún fékk silfur í 200m bringusundi og setti nýtt telpnamet. Þá fékk hún brons í 100m bringusundi og í 200m fjórsundi.

Gunnhildur Björg Baldursdóttir varð Íslandsmeistari í 200m flugsundi og fékk silfur í 100m flugsundi.

Fannar Snævar Hauksson varð Íslandsmeistari í 100m flugsundi, hans fyrsti Íslandsmeistartitill og fékk brons í 50 m flugsundi.

Aron Fannar fékk brons í 400m fjórsundi, hans fyrstu verðlaun á Íslandsmóti.

Kári Snær Halldórsson fékk brons í 200m bringusundi, hans fyrstu verðlaun á Íslandsmóti.

Kvennasveit ÍRB fékk silfur í 4 x 100m fjórsundi.

Þrír sundmenn náðu lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Færeyjum 29. nóv - 01. des.

„Þetta er mjög flottur árangur hjá okkar fólki og nýir ungir afreksmenn að stíga fram. Framtíðin er björt hjá ÍRB,“ segir Steindór Gunnarsson, þjálfari hjá ÍRB.

VF jól 25
VF jól 25