Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

9. flokkur Keflavíkurstúlkna Íslandsmeistari
Sunnudagur 21. apríl 2013 kl. 12:50

9. flokkur Keflavíkurstúlkna Íslandsmeistari

Njarðvíkingar með þrjú lið í Íslandsmeistaraúrslitum yngri flokka í körfu.

Keflavíkurstúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 9. flokki stúlkna í dag í Njarðvíkinni með 50:40 sigri á liði Hauka. Leikurinn var kaflaskiptur þar sem að Haukar leiddu mest allan fyrri hálfleik en í þeim seinni gaf Keflavík í og tryggðu sér titlinn. Thelma Ósk Ágústsdóttir var svo valin leikmaður leiksins með 17 stig og 11 fráköst en stúlkan snéri leiknum Keflavík í vil í þriðja leikhluta með frábærum leik.

Þrír aðrir úrslitaleikir verða í Njarðvík í dag. Heimamenn og Grindavík mætast kl. 13:00 í drengjaflokki og kl. 15:00 í stúlknaflokki verður grannaglíma þegar Njarðvík og Keflavík eigast við. Síðasti úrslitaleikur dagsins er viðureign Stjörnunnar og Njarðvíkur kl. 17:00 í drengjaflokki.
 
Það verður því fjör hjá heimamönnum í Njarðvík sem eiga þrjú lið í úrslitum í dag. Um næstu helgi fer svo fram síðari úrslitahelgi yngri flokka en þá er leikið í DHL Höllinni í Reykjavík.

Sjá ítarlegri umfjöllun á karfan.is sem jafnframt tók ljósmyndina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024