850 krakkar í Samkaupsmóti um helgina
Næstkomandi helgi munu um 850 krakkar keppa í hinu árlega Samkaupsmóti í Reykjanesbæ. Á mótinu verða lið allstaðar af á landinu og munu krakkarnir sem heimsækja bæinn fá gistingu í Holtaskóla og Heiðarskóla. Samkaupsmótið er orðinn árlegur viðburður hér í Reykjanesbæ og er að verða eitt stærsta íþróttamót á Íslandi.
Falur Harðarson sér um mótið og segir að það sé mikil lyftistöng fyrir bæinn að halda þetta mót. Fyrir fjórum árum voru 300 krakkar sem kepptu í mótinu, en mótið verður stærra með hverju árinu. Krakkarnir bíða spennt eftir mótinu allt árið og eru farin að spyrja mikið um það snemma hausts að sögn Fals. „Við höfum lagt mikinn metnað í að kynna mótið vel og er þetta mikill skemmti tími fyrir krakkana því auk körfubolta eru fimm bíósýningar sem krökkunum stendur til boða“
Mótið er haldið í íþróttahúsinu í Keflavík, íþróttahúsinu í Njarðvík og í Heiðarskóla. Spilað verða yfir 300 leikir og hefst mótið klukkan 9 á laugardag til 19 um kvöldið og byrjar svo snemma á sunnudegi klukkan 8 og síðasti leikur verður spilaður um 14:00 sunnudag og mun lokahátíð mótsins verða stuttu eftir það.
Nánari upplýsingar um mótið er hægt að finna á www.samkaupsmot.mis.is
Myndin er tekin af Samkaupsmótinu í fyrra.