Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

83 stiga munur í fyrstu leikjum Njarðvíkinga
Erna setti á svið skotsýningu í Ljónagryfjunni á sunnudag.
Sunnudagur 19. október 2014 kl. 20:03

83 stiga munur í fyrstu leikjum Njarðvíkinga

Frábær byrjun í 1. deild hjá þeim grænu

Njarðvíkurkonur unnu afar sannfærandi sigur á KFÍ í 1. deild kvenna í körfubolta í dag. Munurinn var 40 stig þegar uppi var staðið, 81-41, þar sem gestirnir frá Ísafirði skoruðu aldrei yfir tíu stig í þremur fyrstu leikhlutunum. Staðan var 42-13 í hálfleik fyrir heimamenn í Njarðvík. Ísfirðingar náðu aðeins að rétta úr kútnum undir lokin, en sigur Njarðvíkinga var afar sannfærandi. Erna Hákonadóttir fór á kostum hjá Njarðvíkingum en hún skoraði 32 stig, þar af fimm þriggja stiga körfur og nýtti hún skot sín einstaklega vel.

Njarðvíkingar hafa fullt hús stiga eftir tvær umferðir í deilinni, en á dögunum vannst yfirburðasigur á FSU/Hrunamönnum. Þar urðu lokatölur 35-78 og skoraði Erna þá 22 stig. Nikitta Gartrell skoraði 16 stig tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir Njarðvíkinga. Hið unga lið Njarðvíkinga fer því vel af stað í 1. deild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræði leiks