8 liða úrslit í VISA-bikar karla
Í kvöld keppa tvö Suðurnesjalið í 8 liða úrslitum í Visa-bikarnum.
Keflavík sækir Breiðablik heim, leikurinn hefst á Kópavogsvelli kl.19:15. Keflavík sigraði Stjörnuna í 32 liða úrslitum og FH í 16 liða úrslitum. Blikar hafa borið sigurorð af KA og Val. Liðin mættust einmitt í 8 liða úrslitum í fyrra og þá einni í Kópavogi.
Grindavík mætir KR-ingum á KR-velli kl. 19:15. Grindvíkingar slógu Reyni Sandgerði út í 16 liða úrslitunum og Hött á Egilstöðum í 32 liða úrslitunum.
Fyrsti leikur Njarðvíkinga í 1.deild undir stjórn nýs þjálfara Marko Tanasic er í kvöld þegar þeir taka á móti Víkingi Ólafsvík. Leikurinn hefst kl. 20:00.