Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 18. mars 2002 kl. 14:25

8.flokkur stúlkna í Keflavík íslandsmeistari

Um helgina var leikið í Njarðvík til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 8. fl. kvenna. Stúlkurnar í Keflavík sem hafa verið á mikilli siglingu í vetur sigruðu og urðu Íslandsmeistarar i fyrsta sinn en Njarðvíkurstúlkur lentu í öðru sæti. Keflavíkurstúlkur mættu sterkar til leiks og sigruðu alla leiki af öryggi. Þessar stelpur hafa lagt mikið á sig í vetur og eru þær að uppskera árangur erfiðisins. Það var gaman að sjá að barátta og samheldni var í fyrirrúmi og liðsheildin geysilega sterk.
Úrslit leikja hjá Keflavík:
Keflavík – Haukar 26-18
Keflavík – UMFG 39-16
Keflavík – Kormákur 55-14
Keflavík – UMFH 42-23
Keflavík – Njarðvík 36-24
Samtals 198-95

Stigaskor:
Bryndís 54
Maja Ben 45
Guðrún Harpa 21
Bára 16
Ragnheiður 12
Helga Jóns 9
Karen 9
Hrönn 6
Kristín 6
Unnur Ýr 6
Linda 5
Marsibil 5
Jóna 2
Kolla 2
Aldís
Auður
Pála
Snæfríður

Þessar upplýsingar fengust á heimasíðu Keflvíkinga
Þess má geta að þessar stelpur eru komnar í 4-liða úrslit um titilinn í 9. flokki sem B lið Keflavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024