8. flokks æfingar að hefjast - myndasafn með ungum knattspyrnuköppum
Knattspyrnuæfingarnar hjá allra yngstu iðkenndum Keflvíkinga eru nú að hefjast á ný. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd 2008 og 2009. Í ár, eins og í fyrra, verða tvær æfingar á viku í boði, annars vegar í Reykjaneshöll og hins vegar í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Í boði er að sækja báðar æfingar eða einungis aðra æfinguna.
Þrátt fyrir að þetta séu kallaðar „fótboltaæfingar“ þá eru æfingarnar byggðar upp með leikjum, stöðvaþjálfun og fjölbreyttum æfingum sem gefur barninu jákvæða reynslu af skemmtilegri og innihaldsríkri hreyfingu.
Þessar æfingar eru eins konar íþróttaskóli með áherslu á knattspyrnu. Á æfingunum verður lögð áhersla á heildarþroska barnsins, jafnt andlegan sem líkamlegan, eflingu félagsþroska ásamt aukinni hreyfifærni. Boltaæfingar, leikir og þrautabrautir verða í fyrirrúmi. Æskilegt er að foreldrar/forráðamenn mæti með börnum sínum á æfingar.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Keflavíkur hér.