77 stig í tveimur leikjum
Logi Gunnarsson, leikmaður Bayreuth í Þýskalandi, gerir það ekki endasleppt þessa dagana en í gær setti hann niður 34 stig þegar Bayreuth burstaði Coocoon Baskets Weiden 106 – 71 í suðurriðli þýsku 2. deildar.
Logi hefur því gert 77 stig í tveimur leikjum en hann gerði 43 stig gegn TSV Tröster fyrr í vikunni og þar af voru 40 stig sem komu hjá kappanum í síðari hálfleik. Logi er níundi stigahæsti leikmaður deildarinnar og gerir 19,3 stig að meðaltali í leik.
Logi hefur því gert 77 stig í tveimur leikjum en hann gerði 43 stig gegn TSV Tröster fyrr í vikunni og þar af voru 40 stig sem komu hjá kappanum í síðari hálfleik. Logi er níundi stigahæsti leikmaður deildarinnar og gerir 19,3 stig að meðaltali í leik.