Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

77 kílómetrar að baki í Grindavík
Föstudagur 28. desember 2007 kl. 11:03

77 kílómetrar að baki í Grindavík

Krakkarnir við sunddeild Grindavíkur eru nú búin að synda 77 km til styrktar fjölskyldu Andra Meyvantssonar en hann greindist nýverið með æxli í heilastofni. Sundið er áheitasund sem lýkur kl. 20:00 í kvöld og segir Magnús Már Jakobsson yfirþjálfari sunddeildar Grindavíkur að hópurinn muni fara eitthvað yfir 100 km múrinn.

 

,,Krakkarnir komu sterkari út úr nóttinni en ég bjóst við. Þegar svona krakkahópar eru saman er ekki mikið um svefn og hvíld en þau hvíldust greinilega vel og gátu tekið á því,” sagði Magnús í samtali við Víkurfréttir en foreldrar sundkrakkanna voru með þeim við laugina í nótt.

 

,,Áheitasöfnunin gekk vel og krakkarnir sögðu móttökur bæjarbúa hafa verið góðar,” sagði Magnús sem átti von á því að hópurinn myndi á endanum synda eitthvað í kringum 110-115 km.

 

Búið er að stofna reikning sem hægt er að leggja inná til að styrkja fjölskyldu Andra:

 

reikningsnúmerið er: 0143-05-062993

kt. 1912645179

 

VF-Mynd/ Þorsteinn Gunnar Kristjánsson – Sundhópurinn galvaskur á bakkanum í gær.

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024