Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • 7 ára á verðlaunapalli á Andrésar Andar leikunum
    Snorri Rafn með verðlaunin.
  • 7 ára á verðlaunapalli á Andrésar Andar leikunum
Miðvikudagur 29. apríl 2015 kl. 10:32

7 ára á verðlaunapalli á Andrésar Andar leikunum

Snorri Rafn æfir líka fótbolta, fimleika og golf.

Snorri Rafn William Davíðsson, 7 ára skíðakappi úr Reykjanesbæ, varð í fimmta sæti í stórsvigi á Andrésar Andar leikunum á Akureyri um síðustu viku. Þetta voru fertugustu Andrésar Andar leikarnir og tókst mótið vel þrátt fyrir mikla snjókomu og ekta vetrarveður. Um er að ræða fjölmennasta skíðamót á landinu sem haldið er á hverju ári með um alls 700 keppendur. Vegna mikils fjölda þátttakenda í stórsviginu voru gefin verðlaun fyrir efstu 6 sætin en alls voru keppendurnir 32 í flokki 7 ára drengja.

Snorri Rafn æfir skíði allt að þrisvar sinnum í viku en oft hefur verið lokað í Bláfjöllum vegna veðurs í vetur. Einnig æfir Snorri Rafn fótbolta, fimleika og golf þannig að íþróttadagskráin er stíf en gleðin er ávallt í fyrirrúmi og mikið kapp lagt í hverja æfingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta er annað árið sem Snorri Rafn æfir skíði með skíðafélagi Ármanns en systir hans, Lovísa Björk, byrjaði einnig að æfa með Ármanni í vetur en hún tók einnig þátt á Andrésar Andar leikunum og stóð sig vel.