Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

7. flokkur drengja Íslandsmeistarar
Liðið sýnir "tvistana" að lokinni verðlaunaafhendingu, þ.e. 2 Íslandsmeistaratitlar í röð - mynd: karfan.is
Þriðjudagur 14. apríl 2015 kl. 05:22

7. flokkur drengja Íslandsmeistarar

Taplausir í gegnum allt tímabilið

7. flokkur drengja, fæddir árið 2002, lyfti um helgina sínum öðrum Íslandsmeistaratitli á jafnmörgum árum þegar liðið lagði Val á síðasta fjölliðamóti tímabilsins sem fram fór í TM höllinni. Það er karfan.is sem greinir frá.

Keflvíkngar sigruðu Valsmenn nokkuð örugglega í úrslitaleiknum, 45-23, og náði liðið þeim frábæra árangri að fara taplaust í gegnum allt tímabilið en það gerðu strákarnir einnig í fyrra svo að það er ó hætt að segja að búið sé að skapa mikla sigurhefð í liðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Liðið er sem áður segir skipað leikmönnum sem fæddir eru árið 2002. Þjálfari drengjanna er Björn Einarsson.

Frekari umfjöllum um fjölliðamótið, viðtöl við leikmenn liðsins og þjálfarann má finna á heimasíðu karfan.is