7. flokkur drengja Íslandsmeistarar
Taplausir í gegnum allt tímabilið
7. flokkur drengja, fæddir árið 2002, lyfti um helgina sínum öðrum Íslandsmeistaratitli á jafnmörgum árum þegar liðið lagði Val á síðasta fjölliðamóti tímabilsins sem fram fór í TM höllinni. Það er karfan.is sem greinir frá.
Keflvíkngar sigruðu Valsmenn nokkuð örugglega í úrslitaleiknum, 45-23, og náði liðið þeim frábæra árangri að fara taplaust í gegnum allt tímabilið en það gerðu strákarnir einnig í fyrra svo að það er ó hætt að segja að búið sé að skapa mikla sigurhefð í liðinu.
Liðið er sem áður segir skipað leikmönnum sem fæddir eru árið 2002. Þjálfari drengjanna er Björn Einarsson.
Frekari umfjöllum um fjölliðamótið, viðtöl við leikmenn liðsins og þjálfarann má finna á heimasíðu karfan.is