Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

60 stúlkur á Möggumóti
Mánudagur 26. október 2009 kl. 13:01

60 stúlkur á Möggumóti


Hið árlega Möggumót Fimleikadeildar Keflavíkur fór fram síðastliðinn laugardag með þátttöku 60 stúlkna á aldrinum 6-9 ára. Mótið er haldið til heiðurs Margréti Einarsdóttur sem var einn af stofnendum deildarinnar.

 Keppt var í 6. þrepi og stóðu stúlkurnar sig allar mjög vel. Eitt gestalið tók þátt í mótinu en það kom frá fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði. Allir keppendur mótsins fengu viðurkenningu í lokin sem var styrkt af Nettó og Sparisjóðnum í Keflavík.

Mynd/FK

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024