Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

60 kylfingar hlýddu á Forsbrand
Sunnudagur 11. mars 2007 kl. 12:03

60 kylfingar hlýddu á Forsbrand

Um 60 kylfingar mættu á fyrirlestur og sýnikennslu hjá Svíanum Anders Forsbrand í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ í gær. Forsbrand fór vítt og breitt yfir sviðið í fyrirlestri sínum. Hann lagði áherslu á að kylfingar ættu að einbeita sér meira að  tækniæfingum til að ná árangri. Eftir fyrirlesturinn var farið út í Reykjaneshöllina og þar sýndi hann snilli sína með fleygjárnið. Það duldist engum sem þar var að hann er algjör galdramaður með fleygjárnið, enda talinn einn besti fleygjárns kylfingur heims.

Forsbrand, sem er 46 ára, vann til fjölmargra titla á 22 ára  ferli sínum sem atvinnumaður, m.a. sex sinnum á Evrópumótaröðinni. Árið 2004 var hann aðstoðar fyrirliði í Ryderbikarnum með Þjóðverjanum Bernhad Langer í farabroddi.  Lið þeirra sigraði örugglega. Hann byrjaði að æfa golf þegar hann var sjö ára gamall. Fluttist til Spánar þegar hann gerðist atvinnukylfingur og síðan til Flórída þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. Þetta var í annað sinn sem hann kemur til Íslands, í fyrra skiptið lék hann hér í Norðurlandamóti unglinga árið 1980.

 

Lesa nánar hér eða á www.kylfingur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024