58 STIG HJÁ KEFLAVÍK
Keflvíkingar fengu enn ein skilaboðin um að þeir séu ekki með eins sterkt lið og á síðasta ári þegar ungt lið KR hélt þeim í 58 stigum og sigraði 64-58. Engin af stórskyttum Keflvíkinga náði sér á strik í leiknum og án þeirra vinna Keflvíkingar ekki marga leiki þar eð leikur þeirra byggist á hraða og langskotum. Elentínus Margeirsson var bestur Keflvíkingar en Chianti Roberts verður að vera stöðugri ógn í teig andstæðingana til aðskotfæri skyttnana verði af hærri gæðaflokki.