Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 15. ágúst 2003 kl. 09:47

46 ára á bekknum hjá Grindavík

Það er eflaust ekki á hverjum degi sem 46 ára gamall knattspyrnumaður er skráður til leiks í Evrópukeppni UEFA. Það gerðist þó í gær þegar Þorsteinn Bjarnason fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu var á bekknum hjá Grindavík þegar liðið spilaði við Kärnten frá Austurríki. Þorsteinn hefur vermt bekkinn frá því að Ólafur Gottskálksson meiddist. Eitt er víst að Þorsteinn er hokinn af reynslu og ætti að geta staðið sig ef svo færi að hann yrði sendur á línuna enda oftar en ekki í góðu formi þrátt fyrir aldur.Leikur Grindvíkinga og Kärnten var sögulegur þar sem kvenna dómari dæmdi leikinn en þetta var í fyrsta skipti sem kona dæmir leik hjá körlum í Evrópukeppni. Svissneska konan Nicole Petignat komst áfallalaust í gegnum leikinn en hann þótti nokkuð harður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024