4. flokkur Njarðvíkur Rey Cup meistari í keppni b-liða
4. flokkur Njarðvíkurdrengja, ásamt fjölda liða frá Suðurnesjum, tók þátt á alþjóðlega knattspyrnumótinu Rey Cup sem fram fór í lok júlí í Laugardalnum í Reykjavík. Talvert magn erlendra liða, ásamt hinum íslensku, mæta til leiks á hverju ári á þetta skemmtilega mót.
Keppendur á mótinu skemmtu sér konunglega en boðið er uppá alls kyns skemmtun í kringum mótið eins og sundlaugarpartý, grillveislu og lokaball.
Njarðvíkingar tefldu fram liði í flokki b-liða í 4. flokki og unnu riðilinn sinn. Njarðvíkingar stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar á mótinu eftir sigur á liði Hattar frá Egilstöðum í úrslitaleiknum, 3-1.
Sannarlega glæsilegur árangur hjá Njarðvíkingum!
Þjálfari strákana er Þórir Hauksson.