4. flokkur Keflavíkurstúlkna aftur á sigurbraut
4. flokkur stúlkna í Keflavík mætti liði Stjörnunnar á aðalleikvelli Keflvíkinga á þriðjudag. Stelpurnar mættu tvíefldar til leiks eftir tap í síðasta leik en þess má geta að sjö leikmenn vantaði í leikinn sökum fría. A-liðið sigraði 3-1 en B-liðið gerði jafntefli 1-1.
Í leik A-liða réðu Keflavíkurstúlkur gangi leiksins með góðri baráttu og voru þær staðráðnar í að sigra þennann leik. Þær voru að skapa sér töluvert af færum sem hefði mátt nýta betur en staðan í hálfleik var 1-0 Keflavík í vil. Sama var upp á teningum í seinni hálfleik og bættu stelpurnar við tveimur mörkum en urðu fyrir því óláni að gera sjálfmark á síðustu mínútum leiksins.
Hjá B-liðinu einkenndist leikurinn af mikilli baráttu og sóttu liðin á vígsl. Keflavíkurstúlkur ætluðu sér greinilega sigur og um miðjan fyrri hálfleik komast þær yfir 1-0 og þannig var staðan allt þar til tíu mínutur voru til leiksloka að gestirnir náðu að jafna leikinn og þar við sat.
Til gamans má geta að Anna Rún Jóhannsdóttir (systir Ómars Jóhannssonar markmanns Keflvíkinga) var að spila sinn fyrsta leik í marki í B-liðinu og stóð sig virkilega vel. Þá var Sigurbjörg Auðunsdóttir sem kemur úr 5.flokki einnig að spila sinn fyrsta leik einnig með 4. fl. og skilaði sínu feykilega vel.
A-lið Keflavík - Stjarnan = 3-1
Helena Rós Þórólfsdóttir, Karen Sævarsdóttir og Sonja Sverrisdóttir skoruðu mörkin.
B-lið Keflavík - Stjarnan = 1-1
Hildur Pálsdóttir
Í leik A-liða réðu Keflavíkurstúlkur gangi leiksins með góðri baráttu og voru þær staðráðnar í að sigra þennann leik. Þær voru að skapa sér töluvert af færum sem hefði mátt nýta betur en staðan í hálfleik var 1-0 Keflavík í vil. Sama var upp á teningum í seinni hálfleik og bættu stelpurnar við tveimur mörkum en urðu fyrir því óláni að gera sjálfmark á síðustu mínútum leiksins.
Hjá B-liðinu einkenndist leikurinn af mikilli baráttu og sóttu liðin á vígsl. Keflavíkurstúlkur ætluðu sér greinilega sigur og um miðjan fyrri hálfleik komast þær yfir 1-0 og þannig var staðan allt þar til tíu mínutur voru til leiksloka að gestirnir náðu að jafna leikinn og þar við sat.
Til gamans má geta að Anna Rún Jóhannsdóttir (systir Ómars Jóhannssonar markmanns Keflvíkinga) var að spila sinn fyrsta leik í marki í B-liðinu og stóð sig virkilega vel. Þá var Sigurbjörg Auðunsdóttir sem kemur úr 5.flokki einnig að spila sinn fyrsta leik einnig með 4. fl. og skilaði sínu feykilega vel.
A-lið Keflavík - Stjarnan = 3-1
Helena Rós Þórólfsdóttir, Karen Sævarsdóttir og Sonja Sverrisdóttir skoruðu mörkin.
B-lið Keflavík - Stjarnan = 1-1
Hildur Pálsdóttir