4. flokkur GRV Íslandsmeistari
4. flokkur GRV stúlkna varð Íslandsmeistari í gær eftir frækna frammistöðu í úrslitakeppni Íslandsmótsins sem haldið var á Ólafsfirði um helgina. GRV er sameinað lið Grindavíkur, Reynis og Víðis og má segja að gengi liðanna hefur verið með ólíkindum þetta fyrsta ár samstarfsins.
Þær unnu þrjá leiki og gerðu eitt jafntefli gegn sterkustu liðum landsins á leið sinni til meistaratitilins. Þetta er fyrsti stóri titill Reynis og Víðis í yngri flokkum og sagði Elvar Grétarsson, þjálfari stúlknanna, að hann vonaði að aðstandendur liðanna héldu samstarfinu áfram.
3. flokkur kvenna hjá GRV og 4. flokkur karla RV (bara Reynir og Víðir) eru enn í keppni um titilinn og verður fróðlegt að sjá hvernig fer hjá þeim.
Þær unnu þrjá leiki og gerðu eitt jafntefli gegn sterkustu liðum landsins á leið sinni til meistaratitilins. Þetta er fyrsti stóri titill Reynis og Víðis í yngri flokkum og sagði Elvar Grétarsson, þjálfari stúlknanna, að hann vonaði að aðstandendur liðanna héldu samstarfinu áfram.
3. flokkur kvenna hjá GRV og 4. flokkur karla RV (bara Reynir og Víðir) eru enn í keppni um titilinn og verður fróðlegt að sjá hvernig fer hjá þeim.