374 km að baki
Suðurnesjakonurnar Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, Christine Bucholz og María Jóhannesdóttir hafa nú lokið 374 km löngu hlaupi þar sem þær fóru norður fyrir Kjöl og suður Sprengisand. Hlupu þær stöllur 42 km á dag á níu dögum til styrktar MS á Íslandi. Rúmlega 300 þúsund krónur söfnuðust á meðan hlaupið stóð yfir og hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki lagt hönd á plóg. Enn er hægt að leggja málefninu lið með því að leggja inn á reikning MS-félagsins, 115-26-052027, kt. 520279-0169.