30 ára afmælisrit Golfklúbbs Grindavíkur komið út
Í síðustu viku kom 30 ára afmælisrit Golfklúbbs Grindavíkur út. Blaðinu er ritstýrt af Jóni Júlíusi Karlssyni og er dreift á öll heimili í Grindavík. Í tilefni af 30 ára afmæli GG á síðasta ári þótti stjórn klúbbsins við hæfi að gefa út veglegt afmælisrit á þessum tímamótum.
Í afmælisritinu má meðal annars finna áhugaverðar greinar eftir Halldór Jóel Ingvason, sem fjallar um stofnun golfklúbbsins, og Bjarna Hannesson, vallarstjóra á Húsatóftavelli, sem skrifar um stækkun vallarins í 18 holur. Ýmsar aðrar skemmtilegar greinar, viðtöl og fréttir má finna í blaðinu sem er 40 blaðsíður að lengd.
Ætla má að dreifingu á blaðinu í heimahús í Grindavík ljúki í vikunni. Meðfylgjandi má finna rafræna útgáfu af blaðinu.