Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

3. sæti hjá Keflavík á Íslandsmótinu í Taekwondo
Mánudagur 17. mars 2008 kl. 09:56

3. sæti hjá Keflavík á Íslandsmótinu í Taekwondo

Íslandsmótið í Taekwondo fór fram um síðastliðina helgi þar sem Keflvíkingar áttu fínu gengi að fagna. Hópurinn frá Keflavík fékk 29 stig í heildarkeppni félaga og hafnaði í 3. sæti.
 
Þrír keppendur frá Keflavík urðu Íslandsmeistarar en nánast allir sem kepptu fyrir hönd Keflavíkur á mótinu komust í verðlaunasæti. Fjölnir varð síðan Íslandsmeistari félaga tíunda árið í röð.
 
Verðlaunahafar voru eftirfarandi:
 
Aron Yngvi Nielsen - Gull
Jón Steinar Brynjarsson - Gull
Heiðrún Pálsdóttir- Gull
Guðmundur Jón Pálmason - Silfur
Sigurður Bjarki Pálsson - Brons
Ævar Þór Gunnlaugsson - Brons
Kristmundur Gíslason - Silfur
Þórir Elvar Ólafsson - Brons
Antje Muller - Brons
Jón Þór Karlsson - Brons
Örn Garðarsson - Brons
Ásmundur Þór Krinstmundsson - Brons
Brian Johannessen- Brons
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024