3. deild: Stórsigur Þróttara
Víðismenn með sigur og Reynismenn töpuðu
Suðurnesjaliðin þrjú sem leika í 3. deild karla í fótboltanum léku öll á heimavelli sínum í gær. Þróttarar unnu stóran sigur, Víðismenn unnu nauman sigur og Sandgerðingar urðu að sætta sig við tap.
Þróttur Vogum vann 5-0 sigur á liði KFR þar sem Páll Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Vogamenn. Halldór Arnar Hilmisson bætti við marki en eitt markanna var sjálfsmark. Þróttarar eru nú með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og markatöluna 8-0.
Milan Tasic skoraði mark snemma leiks sem dugði Víðismönnum til sigurs á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Víðismenn eru sömuleiðis með sex stig eftir tvær umferðir. Þeir hafa ennþá ekki fengið mark á sig.
Sandgerðingar töpuðu 1-2 gegn Tindastólsmönnum í gær en það var Magnús Einar Magnússon sem skoraði mark heimamanna.