Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

3. deild karla: Reynir heldur 2. sætinu
Frá leik Reynismanna og Víðis fyrr í sumar
Sunnudagur 9. ágúst 2015 kl. 15:45

3. deild karla: Reynir heldur 2. sætinu

Víðismenn að finna taktinn

Bæði Reynir og Víðir unnu góða sigra í 3. deild karla í gær en hlutskipti liðanna hafa verið gjörólík það sem af er sumri.

Reynismenn hafa verið í baráttu um að komast upp um deild en liðið sótti Einherja heim á Vopnafjörð í gær þar sem að Sandgerðingar unnu góðan 2-3 sigur. Vopnfirðinar komust yfir á 20. mínútu en Þorsteinn Þorsteinsson jafnaði metin á 5. mínútum fyrir hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einherji komst svo aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks áður en að Jóhann Magni Jóhannsson jafnaði aftur fyrir Reyni. Það var svo Margeir Felix Gústavsson sem skoraði sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok og tryggði Reyni mikilvæg 3 stig í baráttunni um laust sæti í 2. deild að ári. 

Reynir situr í 2. sæti deildarinnar eftir 13 spilaða leiki og eiga leik inni á topplið deildarinnar, Magna frá Grenivík, sem er við það að stinga af og á sæti í 2. deild næsta víst. Reynir er með 26 stig í 2. sætinu og í harðri baráttu við Kára og Völsung um að komast upp um deild.

Víðir í Garði hóf Íslandsmótið afleitlega og var á tíma í mjög slæmum málum á botni deildarinnar. Eftir að hafa samið við nokkra erlenda leikmenn á síðustu vikum hefur gengi liðsins snúist til betri vegar og hefur liðið ekki tapað í 5 leikjum í röð.

Víðismenn heimsóttu KFS til Vestmannaeyja og unnu þar flottan 1-4 sigur eftir að hafa lent undir á 2. mínútu leiksins. Helgi Þór Jónsson og Milan Tasic skoruðu sitthvor tvö mörkin fyrir Víðismenn sem að spiluðu manni fleiri síðasta hálftímann. 

Með sigrinum halda Víðismenn sér frá fallsæti á markatölu en baráttan á botni deildarinnar er orðin ótrúlega spennandi þar sem að 5-6 lið eru í fallhættu og munu lokaumferðir mótsins eflaust verða æsilegar.