Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

23 ár síðan Njarðvík var ekki í úrslitakeppninni
Fimmtudagur 9. mars 2017 kl. 21:06

23 ár síðan Njarðvík var ekki í úrslitakeppninni

Töpuðu í Þorlákshöfn í spennandi leik

Njarðvíkingar munu ekki taka þátt í úrslitakeppni karla í körfubolta í fyrsta sinn í 23 ár. Þetta varð ljóst eftir að þeir töpuðu gegn Þórsurum í Þorlákshöfn í spennandi leik. Eftir jafnræði framan af þá fjaraði undan leik Njarðvíkinga á lokasprettinum þegar hvað mest var undir. Munurinn á endanum13 stig, 83:70 lokatölur.

Logi skoraði 27 stig, þar af 19 í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar voru ekki að finna sig varnarlega og voru alltaf skrefinu á eftir heimamönnum. Atkinson skoraði aðeins 2 stig á meðan Dempsey skoraði 18.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þór Þ.-Njarðvík 83-70 (25-19, 19-17, 18-19, 21-15)

Njarðvík: Logi  Gunnarsson 27, Myron Dempsey 18/8 fráköst/6 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 10/5 fráköst, Björn Kristjánsson 7, Snjólfur Marel Stefánsson 6/9 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 2, Gabríel Sindri Möller 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Vilhjálmur Theodór Jónsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0.
Dómarar: