Föstudagur 26. desember 2008 kl. 03:16
20 myndbönd frá jólafimleikasýningu
Jólafimleikasýning Fimleikadeildar Keflavíkur var haldin fyrir fullu húsi og það tvisvar nú í desember. Víkurfréttir voru á staðnum með myndbandstökuvélina og tóku upp sýninguna. Klippt hafa verið til 20 atriði úr sýningunni og er hægt að nálgast þau í vefsjónvarpi Víkurfrétta undir Íþróttir.