2. deildin: Forskot Reynis minnkar
Gengi Suðurnesjaliðanna þriggja í 2. deild karla í knattspyrnu var misjafnt í gær þar sem Njarðvík og Víðir unnu góða sigra, en topplið Reynis frá Sandgerði, sem hefur haft mikið forskot á næstu lið, tapaði í gær og hefur nú ekki sigrað í þremur leikjum.
Víðir sigraði Hött á Egilsstöðum, 0-1, þar sem Haraldur Axel Einarsson skoraði sigurmarkið á 79. mín, en Víðismenn hafa verið að bæta sig og eru að nálgast miðja deild eftir að hafa verið í fallsæti framan af sumri.
Njarðvík vann góðan útisigur á KS/Leiftri, 0-2, þar sem Kristinn Örn Agnarsson og Alexander Magnússon skoruðu sitt hvoru meginn við hálfleik. Njarðvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar, jafnir Gróttu að stigum með 22 stig, en með lakara markahlutfall.
Reynismenn máttu hins vegar sætta sig við 3-2 tap fyrir BÍ/Bolungarvík á Torfnesvelli fyrir vestan. Ekki liggja fyrir upplýsingar um markaskorara. Reynir vann átta af fystu níu leikjum sínum, en hefur nú tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli í síðustu þremur leikjum. Þeir hafa enn þriggja stiga forskot á Gróttu og Njarðvík
Staðan í deildinni
Mynd/umfn.is - Úr Jafnteflisleik Reynis og UMFN á dögunum