Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

2. deild karla: Njarðvíkingar með fullt hús stiga
Laugardagur 16. maí 2015 kl. 17:23

2. deild karla: Njarðvíkingar með fullt hús stiga

3. deild karla: Reynir og Víðir með ósigra

Njarðvíkingar léku annan leik sinn í Íslandsmóti 2. deildar karla í knattspyrnu í dag þar sem að liðið lagði Tindastól á Njarðtaksvellinum 3-1.

Njarðvíkingar lentu undir strax á 2. mínútu leiksins en Njarðvíkingar komust yfir áður en flautað var til hálfleiks með mörkum frá Marc Ferrer á 37. mínútu og Brynjari Frey Garðarssyni á 45. mínútu. Njarðvíkingar innsigluðu svo sigurinn á lokamínútu leiksins með marki frá Theódóri Guðna Halldórssyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir með fullt hús stiga ásamt Huginn og ÍR.

Þá hófst keppni í 3. deild karla í dag þar sem að bæði Reynir og Víðir biðu ósigur.

Reynismenn lágu heima gegn Völsungi, 1-3, en það var Ómar Sigurðsson sem skoraði sárabótarmark fyrir Reynismenn á 94. mínút leiksins.

Víðismenn voru teknir í kennslustund á Akranesi þar sem Kári fór með stórsigur 5-0 eftir að hafa leitt 3-0 í hálfleik.