2. deild karla: Njarðvík í frjálsu falli
1. deild kvenna: Grindavíkurkonur á beinu brautinni
Njarðvíkingar hafa farið frá því að vera í hörku baráttu um laust sæti í 1. deild karla yfir í það vera komnir í hættu á að falla niður í 3. deild en Njarðvík tapaði enn einum leiknum á laugardag þegar liðið fékk Hött í heimsókn. Lokatölur urðu 0-2 fyrir gestina frá Egilsstöðum.
Njarðvíkingar eru þar með í 11. og næstsíðasta sæti deildarinnar með 11 stig, eins og Ægir, en liðið er með mun lakari markatölu.
Í 1. deild kvenna gerðu Grindavíkurkonur 2-2 jafntefli við Fjölni í Grafarvoginum á laugardag. Grindavík komst yfir á 26. mínútu með marki frá Marjani Hing Glover og var staðan 0-1 í hálfleik.
Fjölniskonur komu vel stemmdar inn í síðari hálfleikk og höfðu jafnað og komist yfir eftir 10 mínútna leik í þeim síðari. Það var hins vegar Helga Guðrún Kristinsdóttir sem átti lokaorðið í leiknum er hún jafnaði fyrir Grindavík á 82. mínútu og þar við sat.
Grindavík er góðum gír á toppi A-riðils 1. deildar kvenna með 20 stig og hefur liðið 5 stiga forystu á FH og Fram.
Hlín Heiðarsdóttir | Mark | 52 | 17 | Marjani Hing-Glover | Mark | 26 | |
18 | Hlín Heiðarsdóttir | Mark | 55 | 22 | Helga Guðrún Kristinsdóttir | Mark | 82 |