18 stiga sigur í Röstinni

ÍS tefldi fram nýjum leikmanni í gær, Maria Conlon, en Maria hefur þrívegis orðið bandarískur háskólameistari með UConn. Maria lék 24 mínútur í gær og gerði aðeins eitt stig í leiknum. „Varnarleikurinn var góður hjá okkur í gær, þær Erna Rún og Alma skiptust á því að dekka Conlon og stóðu sig mjög vel,“ sagði Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindvíkinga í samtali við Víkurfréttir.
Grindavíkurkonur leiddu í hálfleik 47 – 28 en Stúdínur náðu að saxa á forskotið í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða rönkuð Grindavíkurkonur aftur við sér og kláruðu leikinn með 18 stiga sigri.
„Við tókum okkur saman í andlitinu eftir Haukaleikinn og ákváðum að fara að hafa soldið gaman af hlutunum,“ sagði Unndór að lokum.