Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

1700 börn á Njarðvíkurmótinu í knattspyrnu
Þriðjudagur 26. janúar 2010 kl. 13:18

1700 börn á Njarðvíkurmótinu í knattspyrnu

Njarðvík stendur fyrir fimm yngri flokka mótum í janúar og febrúar.  Þrjú þeirra hafa um 500 iðkendur en samtals munu um 1.700 iðkendur sækja Njarðvíkurmótin 2010. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 
Líkt og undanfarin ár stendur Knattspyrnudeild Njarðvíkur fyrir mótum í yngri flokkum.  Skráning í Njarðvíkurmótin hófst í október og fylltist í öll mótin strax á fyrstu dögunum.

?Mót með þessu fyrirkomulagi hafa verið haldin í Reykjaneshöllinni undanfarin ár og hefur verið mikil ánægja hjá þeim sem sótt hafa mótin.

Gerð hefur verið mikil breyting á mótunum fyrir 7. 6. og 5. flokk en mótin hafa öll verið stækkum mikið.  T.d. fer iðkendafjöldi á 6. flokks mótinu úr um 190 iðkendum í um 500 iðkendur. 

?Foreldrar taka virkan þátt í undirbúningi mótsins þar sem þeir sjá m.a. um sjoppuna í fjáröflunarskyni.

 
Heimasíða mótanna
http://www.umfn.is/Knattspyrna/Njardvikurmotin/