1700 börn á Njarðvíkurmótinu í knattspyrnu
Njarðvík stendur fyrir fimm yngri flokka mótum í janúar og febrúar. Þrjú þeirra hafa um 500 iðkendur en samtals munu um 1.700 iðkendur sækja Njarðvíkurmótin 2010.
Líkt og undanfarin ár stendur Knattspyrnudeild Njarðvíkur fyrir mótum í yngri flokkum. Skráning í Njarðvíkurmótin hófst í október og fylltist í öll mótin strax á fyrstu dögunum.
?Mót með þessu fyrirkomulagi hafa verið haldin í Reykjaneshöllinni undanfarin ár og hefur verið mikil ánægja hjá þeim sem sótt hafa mótin.
Gerð hefur verið mikil breyting á mótunum fyrir 7. 6. og 5. flokk en mótin hafa öll verið stækkum mikið. T.d. fer iðkendafjöldi á 6. flokks mótinu úr um 190 iðkendum í um 500 iðkendur.
?Foreldrar taka virkan þátt í undirbúningi mótsins þar sem þeir sjá m.a. um sjoppuna í fjáröflunarskyni.
Heimasíða mótanna
http://www.umfn.is/Knattspyrna/Njardvikurmotin/