16 stiga sigur Keflvíkinga í Hveragerði
Keflvíkingar sigruðu Hamarsmenn í kvöld í Lengjubikar karla í körfubolta nokkuð örugglega með 98 stigum gegn 83. Keflvíkingar leiddu með 4 stigum í hálfleik en gerðu svo út um leikinn í þriðja leikhluta en eftir hann var munurinn orðinn 11 stig. Jafnt og þétt jóku Keflvíkingar muninn og varð lokastaðan eins og áður segir 83-98.
Atkvæðamestir hjá Keflvíkingum í kvöld voru: Charlie Parker 27, Steven Gerard 25, Jarryd Cole 20, Magnús Gunnarsson 16.
VF-Mynd: Parker hrökk í gang í kvöld og setti 27 stig og hitti úr tæplega 80% skota sinna.