Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 28. júlí 2004 kl. 15:41

16 ára fór holu í höggi

16 ára kylfingur fór holu í höggi á þriðju braut Hólmsvallar í gær. Brautin nefnist Bergvíkin og er ein af erfiðustu holum landsins. Ungi kylfingurinn heitir Sigurberg Guðbrandsson og er í Golfklúbbnum Keili en hann ásamt öðrum taka nú þátt í Landsmóti unglinga sem fer nú fram úti í Leiru. Hann sló höggið af hvítum teigum, en fyrir þá sem ekki vita eru það erfiðustu teigar vallarins, og lenti kúlan beint ofan í holunni. Gylfi Kristinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að töluvert langt sé síðan að kylfingur fór síðast holu í höggi á Bergvíkinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024