Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

155 leikir leiknir á Ísversmótinu
Mánudagur 24. janúar 2011 kl. 10:27

155 leikir leiknir á Ísversmótinu

Mót númer tvö í Njarðvíkurmótaröðinni, Ísversmótið, fór fram í gær þegar keppt var í 7. flokki drengja í Reykjaneshöll. Alls mættu 507 keppendur frá 12 félögum, svo má einnig reikna með að um 1.500 aðrir gestir úr röðum foreldra og annarra ættingja hafi litið við. Alls voru leiknir 155 leikir.

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar vill þakka öllum keppendum, þjálfurum, foreldrum drengja í 7. flokki og starfsmanni Reykjaneshallar fyrir þátttöku sína í mótinu í gær. Næstu helgi er það 4. flokkur sem mætir til keppni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024