15 titlar til Nes á Íslandsmótinu í frjálsum
Íslandsmót Íþróttasambands Fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss fór fram á Kópavogsvelli síðasta laugardag. Keppt var í flokki hreyfihamlaðra og þroskaheftra en þroskaheftir keppa í 3 flokkum, þar sem miðað er við árangur og raðast sterkustu keppendur í flokk 1 o.s.frv. Nes átti þar 12 keppendur á aldrinum 12 - 50 ára. Keppt var í þar í 100m, 200m og 400m hlaupi, langstökki með atrennu, kúluvarpi og spjótkasti.
Keppendur frá Nes voru: Arnar Már Ingibjörnsson sem náði 1. sæti í 1. flokki, í 100m hlaupi, 200m hlaupi, spjótkasti og langstökki með atrennu og 2. sæti í kúluvarpi, Guðmundur Ingi Einarsson sem náði 1. sæti í 1. flokki í kúluvarpi og 2. sæti í spjótkasti, Sigríður Karen Ásgeirsdóttir náði 1. sæti í 1. flokki í 100m hlaupi, kúluvarpi, langstökki með atrennu og spjótkasti, Jósef Pétursson sem náði 1. sæti í 2. flokki í 100m hlaupi, og langstökki með atrennu, Bryndís Brynjólfsdóttir sem náði 2. sæti í 2. flokki í 100m hlaupi og kúluvarpi, Jakob Gunnar Lárusson sem náði 1. sæti í flokki ungliða í 100m hlaupi, 1. sæti í 2. flokki í langstökki með atrennu, 2 sæti í spjótkasti, Valur Freyr Ástuson náði í flokki ungliða 3. sæti í 100m hlaupi, 3. sæti í 3. flokki í kúluvarpi, Guðmundur Ingi Margeirsson sem náði í flokki ungliða 2. sæti í 100m hlaupi, 3. sæti í 2. flokki í langstökki með atrennu og 2. sæti í 3. flokki í spjótkasti, Óskar Ívarsson sem náði í 3. flokki 1. sæti, í langstökki með atrennu og 3. sæti í 100m hlaupi, Konráð Ragnarsson sem náði í 2. flokki 1. sæti, í kúluvarpi og 3. sæti í spjótkasti, Jón Reynisson náði í 3. flokki 3. sæti í spjótkasti, Egill Ragnarsson náði í 3. flokki 1. sæti í kúluvarpi og spjótkasti og 2. sæti, í langstökki með atrennu. Samtals náðu þau í 31 verðlaunasæti þar af 15 Íslandsmeistaratitla sem teljast má mjög góður árangur.
Þess má geta að nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru með Nes hópnum til aðstoðar en það er hluti af námi þeirra í FS. Árangur keppenda er að finna á vefsíðu félagsins www.gi.is/nessport undir mót.