Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

15 ára leiddi Njarðvík til sigurs
Vilborg Jónsdóttir hefur byrjað tímabilið vel en hún leiðir liðið í stigum og fráköstum þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður liðsins.
Mánudagur 22. október 2018 kl. 09:28

15 ára leiddi Njarðvík til sigurs

Sóttu sigur í Breiðholtið

Njarðvíkingar sóttu sigur gegn ÍR-ingum í 1. deild kvenna um helgina. Sigurinn var öruggur þar sem kornungir leikmenn létu ljós sitt skína. Niðurstaðan 19 stiga sigur, 61-80 þar sem hin 15 ára Vilborg Jónsdóttir leiddi Njarðvíkinga með 19 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Júlía Steindórsdóttir skoraði 16 stig og þær Jóhanna Lijla Pálsdóttir og Svala Sigurðardóttir 13 hvor.

Njarðvíkingar hafa unnið tvo leiki en tapað einum það sem af er tímabili og sitja 3. sæti deildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024