Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

140 þátttakendur á afmælisgolfmóti
Efsta mynd: Gunnar Oddgeir, Harpa Rós og Helgi Dan, verðlaunahafar á afmælisgolfmóti GG.
Mánudagur 1. september 2014 kl. 09:25

140 þátttakendur á afmælisgolfmóti

Gunnar Oddgeir Sigurðsson og Helgi Dan Steinsson sigruðu.

140 kylfingar tóku mættu til leiks á 40 ára afmælisgolfmóti Grindavíkurbæjar á Húsatóftavelli á laugardaginn, sem má teljast glæsileg þátttaka. Aðeins rigndi á kylfinga fyrir hádegi en eftir hádegi var blíðskaparveður. Þetta kemur fram á vefsíðu Grindavíkurbæjar.

Það var reynsluboltinn Gunnar Oddgeir Sigurðsson úr Golfklúbbi Grindavíkur sem stóð uppi sem sigurvegari í punktakeppninni en Helgi Dan Steinsson úr GG vann höggleikinn örugglega.

Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppninni:

1. Gunnar Oddgeir Sigurðsson GG 37 punktar
2. Pétur Runólfsson GR 37 punktar
3. Harpa Rós Björgvinsdóttir GHG 37 punktar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þar sem þessi þrjú voru efst og jöfn réðust úrslitin á síðustu 6 holunum.
Helgi Dan Steinsson lék hringinn á 70 höggum en Hafsteinn Hafsteinsson úr  GHG og Sigurgeir Guðjónsson úr GG léku á 75 höggum. Þá voru veitt verðlaun fyrir að vera næstur holu og svo ýmis úrdráttarverðlaun. Mótið tókst ljómandi vel en Golfklúbbur Grindavíkur sá um framkvæmd í þess í samstarfi við afmælisnefnd Grindavíkurbæjar.