14 ára sonur Vals þjálfara í liði Njarðvíkur!
Njarðvíkingar taka í kvöld á móti FSU í Iceland Express deild karla í körfuknattleik og hefst leikur liðanna klukkan 19:15. Valur Orri Valsson, 14 ára gamall sonur Vals Ingimundarsonar þjálfara UMFN, verður í Njarðvíkurliðinu í kvöld. Í fyrri umferð tóku leikmenn FSU Njarðvíkinga í bakaríið og unnu sannfærandi 103-78. Þá var Magnús Þór Gunnarsson í leikbanni og sama er uppá teningnum nú. Njarðvíkingar hyggja á hefndir í Ljónagryfjunni í kvöld.
VF-mynd: Valur Ingimundarson verður með son sinn í liðinu í kvöld.