13 gull til sunddeildar Keflavíkur
Sparisjóðsmótið í sundi var haldið sl. laugardag í Sundmiðstöð Keflavíkur. Um var að ræða sundmót fyrir krakka 12 ára og yngri. Sjö félög skráðu sig til leiks og um 250 krakkar kepptu á mótinu. Mótið var í umsjón sunddeildar Keflavíkur og þóttist takast mjög vel. Sunddeild Keflavíkur vann til 13 gullverðlauna, 13 silfurverðlauna og 12 silfurverðlauna. Sunddeild Njarðvíkur fékk 6 gull, 4 silfur og 4 brons. Sunddeild Reynis Sandgerði fékk 3 gull og 1 silfur.
Úrslit mótsins er að finna á heimasíðu sunddeildarinnar ásamt fjölda skemmtilegra mynda.
Myndin er af heimasíðu Keflavíkur.
Úrslit mótsins er að finna á heimasíðu sunddeildarinnar ásamt fjölda skemmtilegra mynda.
Myndin er af heimasíðu Keflavíkur.