Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

13-14 ára Njarðvíkurstúlkur Landsmótsmeistarar
Föstudagur 10. ágúst 2018 kl. 11:28

13-14 ára Njarðvíkurstúlkur Landsmótsmeistarar

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Lið 13-14 ára stúlkna úr Njarðvík bar sigur úr býtum en þær unnu alla sína leiki á mótinu með glæsibrag. Þær Lovísa Grétarsdóttir, Krista Gló Magnúsdóttir, Ásdís Hjálmrós, Helena Mjöll, Emelía Ósk og Karlotta Ísól úr Njarðvík skipa liðið ásamt Rebekku úr Grindavík og Emmu í KR.


Úrslit hjá Njarðvíkurstelpum 13-14 ára

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkurstelpur 22 – 16 Breiðablik

Njarðvíkurstelpur 46 – 14 Snæfell

Njarðvíkurstelpur 34 – 6 Dreamteam

Njarðvíkurstelpur 28 – 25 Kefgirlz

Njarðvíkurstelpur 38 – 14 Dætur Þorlákshafnar

Njarðvíkurstelpur 46 – 12 Spurningamerki og Fálkar


Njarðvík var einnig með lið í flokki 11-12 ára stúlkna og unnu þær þrjá leiki og töpuðu þremur á mótinu

Óskum við Njarðvíkurstelpum innilega til hamingju með sigurinn!