12. umferð í 1. deild kvenna líkur í kvöld
Einn leikur er í 1. deild kvenna í körfuknattleik í kvöld þegar Keflavíkurstúlkur fara í heimsókn í íþrótthús Kennaraháskólans og leika þar við heimastúlkur í ÍS. Leikurinn hefst kl. 19:30 og er síðasti leikur 12. umferðar. Þá leika Keflvíkingar við Grindavík kl. 20:00 í drengjaflokki og á sama tíma leika Njarðvíkingar við Valsmenn í ljónagryfjunni.