Íþróttir

11 Keflvíkingar halda á Norðurlandamót í taekwondo
Miðvikudagur 22. maí 2013 kl. 08:05

11 Keflvíkingar halda á Norðurlandamót í taekwondo

Keppendur kynntir til leiks

Núna um helgina (25. maí) fer fram Norðurlandamótið í taekwondo í Finnlandi. Stór hópur Íslendinga fer á mótið og þar af eru 11 keppendur frá Keflavík. Þetta er stærsti hópur Keflvíkinga sem haldið hefur á erlent mót, en keppendur úr Keflavík hafa gert það gott bæði hér heima og erlendis á þessu tímabili. Keflvíkingarnir sem og aðrir Íslendingar hafa æft vel fyrir þetta mót og stefna á góðan árangur. Hér að neðan fáum við að kynnast keppendunum aðeins betur en næstu daga verða fleiri keppendur kynntir til leiks.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helgi Rafn Guðmundsson

Aldur
26.

Flokkur á NM
Keppi í bardaga -80kg.

Árangur í taekwondo
Átta Íslandsmeistaratitlar í taekwondo, tveir Bikarmeistaratitlar einstaklinga. Fjöldi annara innlendra og erlendra verðlauna. Verðlaunasti þjálfari Íslands síðustu sex ár. Taekwondo maður ársins hjá ÍSÍ 2010 og 2008.

Hvað hefurður æft taekwondo lengi?
Rúm 12 ár.

Markmið í taekwondo?
Halda alltaf áfram að bæta við mig þekkingu, getu og kunnáttu, stunda taekwondo eins lengi og hjartað slær. Vera áfram með lið í fremstu röð á Íslandi og víðar. Gera betur í dag en í gær!

Uppáhaldsmatur?
Nánast allt sem konan mín eldar.

Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
Það eru óendanlegir möguleikar á bætingu, það er svo mikið sem á eftir að gera í íþróttinni á Íslandi og verkefnin eru spennandi. Það er svo gaman að sjá þegar iðkendur blómstra í íþróttinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ágúst Kristinn Eðvarðsson

Aldur
12 ára.

Flokkur á NM
Keppi í -33 kg í bardaga.

Hvað hefurður æft taekwondo lengi?
Frá janúar 2008.

Árangur í taekwondo
Silfur a NM 2012 og fjöldi verðlauna á mótum innanlands, vann gull á öllum bikarmótum vetrarins í bardaga og tvö silfur og eitt gull í tækni, Ágúst stefnir á svarta beltið á næstu mánuðum. Nemandi ársins í Keflavík 2012.

Markmið í taekwondo?
Að keppa á ólympíuleikum.

Uppáhaldsmatur?
Kjötsúpa, Saffran kjúklingur, grjónagrautur og fullt af öðru, eiginlega er allur matur góður.

Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
Sparring æfingar, mót og fólkið sem ég æfi með.