11 ára troðari úr Keflavík
Arnór Sveinsson er 11 ára gamall körfuboltastrákur úr Keflavík. Hann er efnilegur spilari en þeir hjá KefTV kíktu við á æfingu hjá strákunum í minnibolta 11 ára og tóku strákinn tali. Hann er hávaxinn og mikill íþróttamaður sem fer létt með það að troða boltanum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.