Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

11 ára peyi fór holu í höggi á frægustu holu landsins
Miðvikudagur 24. júní 2009 kl. 11:58

11 ára peyi fór holu í höggi á frægustu holu landsins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jóhannes Snorri Ásgeirsson, 11 ára, fór holu í höggi á 3. holu (Bergvík) í Leirunni í gær í Olísmótinu sem er eitt af þriðjudagsmótum Golfklúbbs Suðurnesja. Jóhannes verður með þessu afreki félagi í Einherjaklúbbi Íslands en þar fá inngöngu þeir sem hafa náð draumahögginu.

Jóhannes lék af teig fullorðinna í mótinu og notaði „driver“ á þessari frægustu golfbraut á Íslandi. Kúlan sveif inn á flöt og rúllaði um 5 metra ofan í holuna. Bergvíkin er 155 metrar og þarf að slá yfir sjó nánast alla leið inn á flöt. Hann er með 26 í forgjöf. Jóhannes Snorri endaði hringinn á 106 höggum og fékk samtals 28 punkta sem var flottur árangur hjá þessum efnilega kylfingi. Faðir hans, Ásgeir Eiríksson, félagi í GS tók þessa mynd af syni sínum eftir þetta skemmtilega afrek.