100 þátttakendur í maraþoni á Ljósanótt
Suðurnesjamaraþonið fór fram á Ljósanótt sl. laugardag. Þetta árið tóku 100 manns þátt í maraþoninu sem er meira en í fyrra. Keppt var í 2 vegalengdum, hjóreiðum og línuskautahlaupi. Sigurvegarar í 3,5 km skemmtiskokki kvenna voru í 1. sæti Karen á 16:44 mínútum, í 2. sæti Soffía Klemensdóttir á 20:35 og Ingunn Rós í því þriðja á 20:51 mín. HJá körlum varð Davíð Örn Hallgrímsson í 1. sæti á 14:50 mín, Gréta Ingi í 2. sæti á 14:56 og Sverrir Birgisson á 15:10 mín. Í 10 km hlaupi kvenna 19 ára og yngri var Panilla Nilleffy í 1. sæti á 49:35 mín og Hildur í Gunnarsdóttir í 2. sæti á 60:20 mín. Í flokki kvenna 20 ára og eldri var Kristjana Hildur Guðmundsdóttir í fyrsta sæti á 47:47 mín, Unnur Steinsdóttir í 2. sæti á 49:27 og í því þriðja Þórdís Gísladóttir á 52:21. Í karlaflokki varð Arngrímur Guðmundsson í 1. sæti á 38:17 mínútum, Klemens Sæmundsson í öðru á 38:21 mín og Bjarni Kristjánsson í 3. sæti á 44:01. Í 7 km línuskautahlaupi varð Sandra Helgadóttir í 1. sæti á 23:41 mínútu, Júlía varð í 2. sæti á 29:13 og Dóra Steindórsdóttir þriðja á 29:14 mínútum. Hjá körlum var Helgi viðarsson í 1. sæti á 24:02 mínútum, Máni Ingvason annar á 25:04 og Sindri Snær Helgason þriðji á 26:42 mínútum. Fyrsta konan í 25 km hjólreiðum var Dagmar á 63:05 mínútum, önnur var Ester á 75:43 og í þriðja sæti var Rut Theodórsdóttir á 76:50 mínútum. Bergþór M. var í fyrsta sæti í karlaflokki á 55:11 mínútum, Pétur Óli Samúelsson á 59:32 var annar og í 3. sæti var Hjálmar Jakobsson á 59:45 mínútum.
Aö sögn Pálma Þórs Erlinssonar skipuleggjanda maraþo9nsins fór Suðurnesjamaraþon vel fram í ár og vildi hann koma þökkum til aðstandanda maraþonsins og lögreglu fyrir góða samvinnu.
Aö sögn Pálma Þórs Erlinssonar skipuleggjanda maraþo9nsins fór Suðurnesjamaraþon vel fram í ár og vildi hann koma þökkum til aðstandanda maraþonsins og lögreglu fyrir góða samvinnu.