Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

100 leikir hjá Köru
Laugardagur 8. mars 2008 kl. 17:09

100 leikir hjá Köru

Margrét Kara Sturludóttir var heiðruð í gærkvöldi fyrir sinn eitthundraðasta leik með körfuknattleiksliði Keflavíkur. Margrét Kara kom yfir til Keflavíkur þegar meistaraflokkurinn í Njarðvík var lagður niður og hefur allar götur síðan skipað sér í hóp sterkustu leikmanna Keflavíkurliðsins.

Keflvíkingar tóku á móti deildarmeistaratitlinum í gærkvöldi eftir auðveldan sigur á Hamri í síðasta deildarleik sínum í vetur og hélt Kara upp á áfangann með því að gera 14 stig, taka 15 fráköst og stela 6 boltum.
VF-mynd/ [email protected] - Margrét Kara fékk afhentan blómvönd fyrir leikinn í gærkvöldi frá Kristínu Blöndal sem situr í stjórn deildarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024