Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

10 Suðurnesjastúlkur í 16 manna landsliðshóp
Fimmtudagur 16. desember 2004 kl. 12:15

10 Suðurnesjastúlkur í 16 manna landsliðshóp

Suðurnesjastúlkur eru í meirihluta í æfingahóp sem þjálfarar kvennalandsliðsins, Ívar  Ásgrímsson og Henning  Henningsson, hafa valið fyrir ferð kvennalandsliðsins til Englands milli jóla og nýárs. Af 16 leikmönnum eru 10 frá Suðurnesjum, þar af 6 frá Keflavík.

Liðið er mjög ungt að árum og eru t.d. fimm 16 ára leikmenn í hópnum. Farið verður með 12 leikmenn til Englands og mun sá hópur verða valinn á æfingu þann 22. des. og verður hann tilkynntur á heimasíðu KKÍ þann 23. des.
Lagt verður að stað til Englands þann 27. des. og komið heim þann 30. Spilaðir verða þrír leikir á þessum fjórum dögum, þann 28.  og 29. des við landslið Englands og þann 30 des. við úrvalslið frá London.

Mótið er hluti af undirbúningi fyrir smáþjóðaleikana sem verða haldnir í Andorra í lok maí 2005.

Eftirtaldir leikmenn voru valdir:

Birna Valgarðsdóttir                   Keflavík
Rannveig Randversdóttir            Keflavík
María Ben Erlingsdóttir              Keflavík
Bryndís Guðmundsdóttir            Keflavík
Svava Ó Stefánsdóttir               Keflavík
Bára Bragadóttir                        Keflavík
Helga Jónasdóttir                      Njarðvík
Ingibjörg E Vilbergsdóttir           Njarðvík
Erla  Þorsteinsdóttir                        Grindavík
Ólöf Helga Pálsdóttir                 Grindavík
Helena Sverrisdóttir                   Haukar
Pálína M Gunnlaugsdóttir           Haukar
Alda Leif Jónsdóttir                   ÍS
Signý Hermansdóttir                  ÍS
Þórunn Bjarnadóttir                    ÍS
Hildur Sigurðardóttir                   Yamtland, Svíþjóð
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024