Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 25. nóvember 2003 kl. 16:20

10 milljóna skattaskuld skal greidd

Knattspyrnudeild Grindavíkur þarf að greiða 10 milljónir króna vegna skattaskuldar frá árinu 1995, en fundur um málið var haldið sl. föstudag. Fundinn sátu Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar, fyrrverandi formaður Svavar Sigurðsson, Eggert Magnússon formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ, Ragnheiður Árnadóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra og Skúli Eggert Þórðarsson skattrannsóknarstjóri. Tilefni fundarins var að ræða skattaskuld félagsins og var niðurstaða fundarins að skuldina þarf að greiða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024